Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale gefur 180 milljónir króna í baráttunni gegn kórónuveirunni
Bale tekur innkast.
Bale tekur innkast.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, og eiginkona hans, Emma, hafa ákveðið að gefa sjúkrahúsi í Wales 500 þúsund pund, en það nemur rúmlega 90,5 milljónum íslenskra króna.

Það er talið að þau munu gefa sömu upphæð í evrum til spænska heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Bale og Emma gáfu 500 þúsund pund á Háskólasjúkrahúsið í Wales, en á því sjúkrahúsi fæddist Bale.

„Ég vil þakka Gareth, Emmu og fjölskyldu þeirra fyrir þetta stórkostlega framlag," segir Len Richards, sem er framkvæmdastjóri í heilbrigðisnefnd sjúkrahússins.

Bale er þrítugur að aldri og hefur hann verið á mála hjá Real Madrid frá árinu 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner