Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. apríl 2020 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Dier ákærður fyrir að klifra upp í stúku
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ákæra Eric Dier fyrir að hoppa upp í stúku til að svara áhorfanda eftir tapleik Tottenham í mars.

Dier og félagar voru slegnir úr enska bikarnum af botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, Norwich, á eigin heimavelli. Norwich hafði betur eftir vítaspyrnukeppni og voru stuðningsmenn heimamanna sársvekktir að leikslokum, rétt eins og leikmenn.

Dier skoraði úr sinni spyrnu en Tim Krul varði frá tveimur liðsfélögum hans og stóð Norwich uppi sem sigurvegari. Yngri bróðir Dier var uppi í stúku og lenti í átökum við áhorfanda. Dier segist hafa klifrað upp til að tryggja öryggi bróðurs sins.

„Eric Dier hefur verið ákærður fyrir brot á FA Reglu E3. Hann er sakaður um að hafa sýnt óviðeigandi og/eða ógnandi hegðun," segir í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu.

Dier hefur tíma til 8. maí til að svara ákærunni.

Sjá einnig:
Dier fór upp í stúku og slóst við áhorfanda
Enska knattspyrnusambandið skoðar atvikið hjá Dier
Mourinho ver Dier og fer yfir það sem gerðist
Eric Dier óttaðist um öryggi bróður sins
Mourinho: Dier verður að spila á morgun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner