fim 23. apríl 2020 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Dominic Matteo búinn að ná fullum bata eftir heilaæxli
Mynd: Getty Images
Dominic Matteo, fyrrum varnarmaður Liverpool og Leeds United, hefur náð fullum bata eftir að hafa látið fjarlægja heilaæxli með skurðaðgerð síðasta nóvember.

Matteo mun eiga 46 ára afmæli í næstu viku og tímasetningin því frábær.

„Í gær fékk ég símtalið sem ég hafði verið að biðja fyrir... heilinn minn er í lagi. Eftir 6 mánuði af ótta, sársauka, endurhæfingu, aðgerð og meðferð er ég heilbrigður! Það er ótrúlegt!" skrifaði Matteo á Twitter.

„LGI & St. James spítalinn björguðu lífi mínu. Starfsfólkið þar var ótrúlegt. Takk fyrir mun aldrei vera nóg!"

Matteo, sem á leiki að baki fyrir U21 og B-landslið Englands auk sex leikja fyrir Skotland, kom einnig við hjá Sunderland, Blackburn og Stoke City á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner