Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 23. apríl 2020 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Dramatík hjá markvörðum Bayern - Yfirlýsing frá Rummenigge
Mynd: Getty Images
Þýskir markverðir hafa leikið hlutverk í ansi mikilli dramatík undanfarið ár ef litið er til baka á ummæli Manuel Neuer og Marc-Andre ter Stegen sem berjast um landsliðssætið.

Nú er komið að markvörðum FC Bayern en Neuer hefur ekki enn blandað sér opinberlega í umræðuna. Hún var komin nógu langt til að Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern, ákvað að grípa inn í með yfirlýsingu.

„Undanfarnar vikur hefur Alexander Nübel verið mikið á milli tannanna á fólki. Fyrir hönd FC Bayern vil ég taka fram að allir innan félagsins eru mjög ánægðir með komu Nübel til félagsins fyrir næstu leiktíð. Hann er einn af bestu ungu markvörðum Evrópu og mikilvægur leikmaður fyrir framtíð félagsins," sagði Rummenigge.

„Við höfum fulla trú á því að Manuel Neuer, með alla sína reynslu og gæði, muni hjálpa mikið við að gera Nubel að betri leikmanni. Þar að auki viljum við taka fram að FC Bayern líður ekki niðrandi ummæli um leikmenn sína frá umboðsmönnum annarra leikmanna félagsins."

Þetta sagði hann til að svara ummælum Christian Rössner, umboðsmanns Christian Früchtl sem er þriðji markvörður Bayern. Früchtl, sem er tvítugur, verður líklegast lánaður til annars félags í efstu deild á næstu leiktíð.

„Planið er að fara út á láni til virts félags í efstu deild og sanna sig þar, koma svo aftur til Bayern og geta sagt 'Ég er með spiltíma á bakinu sem hinir eru ekki með,'" sagði Rössner, og var svo spurður hvort skjólstæðingur sinn væri að flýja vegna aukinnar samkeppni.

„Hvað varðar hæfileika þá þarf Christian enga þörf á að flýja, en við munum vissulega ekki gera sömu mistök og Nübel og umboðsmaður hann eru að gera með því að fara til München núna til að sitja á bekknum."

Þetta er í takt við ummæli Jürgen Schwab, umboðsmanns Sven Ulreich sem er varamarkvörður Bayern sem stendur.

„FC Bayern er félag þar sem miklar kröfur eru gerðar. Við sjáum til hver endar á bekknum sem varamarkvörður fyrir Manuel Neuer á næstu leiktíð."
Athugasemdir
banner
banner
banner