Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 23. apríl 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Karius orðaður við Wolves - Cavani til Newcastle?
Powerade
Karius gæti farið til Wolves.
Karius gæti farið til Wolves.
Mynd: Getty Images
Cavani er orðaður við Newcastle.
Cavani er orðaður við Newcastle.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ben Chilwell er á óskalista Chelsea.
Ben Chilwell er á óskalista Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta á sumardeginum fyrsta. Njótið!



Neymar (26) þarf að taka um 26 milljóna punda launalækkun á ári ef hann vill fara til Barcelona frá PSG. (Mundo Deporitvo)

PSG hefur sett það efst á forgangslistann að gera nýjan samning við Kylian Mbappe (21) í sumar. (ESPN)

Chelsea ætlar að reyna að fá vinstri bakvörðinn Ben Chilwell (23) í sínar raðir frá Leicester. (Sun)

David Beckham, eigandi Inter Miami, hefur rætt við Real Madrid um möguleikann á að fá James Rodriguez (28) til félagsins. (Goal)

Loris Karius (26), markvörður Liverpool, er á leið til Wolves á láni á næsta tímabili. (Fantatik)

Karius er að rifta lánssamningi sínum hjá Besiktas þar sem ósætti er með launagreiðslur. (Guardian)

Nýir eigendur Newcastle vilja fá Edinson Cavani (33) framherja PSG í sínar raðir og fá Massimiliano Allegri eða Mauricio Pochettino í stjórastólinn. (ESPN)

Arsenal hefur hafið viðræður við Atletico Madrid um að fá miðjumannnn Thomas Partey (26) í sínar raðir. Faðir leikmannsins greinir frá þessu. (Mail)

Tottenham hefur áhuga á að fá bakvörðinn Emerson (21) frá Real Betis en Barcelona á hluta í honum. (Mundo Deportivo)

Tottenham vill fá nýjan hægri bakvörð og það þýðir að framtíð Serge Aurier (27) er í óvissu. (Mail)

Tottenham ætlar einnig að berjast við Inter um að fá brasilíska miðjumanninn Arthur (23) frá Barcelona. (Mundo Deportivo)

Chelesa er að berjast við Atletico Madrid um Mohamed Sankoh (16) framherja Stoke. (Goal)

Stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa sagt leikmönnum að undirbúa sig undir að æfingar hefjist á ný 9. maí. (Sun)

Yannick Bolasie (30) er á leið aftur til Everton eftir að hafa verið á láni hjá Sporting Lisabon í Portúgal. Sporting rifti lánssamningum til að spara pening. (A Bola)

Félög í ensku C og D-deildinni vilja að forráðamenn deildanna setji launaþak á næsta tímabili til að koma í veg fyrir að félög verði gjaldþrota. (Mail)

David Wagner, þjálfari Schalke, segir að félagið hafi ekki efni á að kaupa varnarmanninn Jonjoe Kenny (23) frá Everton. Kenny hefur verið á láni hjá Schalke og Wagner vill framlengja lánssamninginn. (Sky sports)

Leeds ætlar að kaupa kantmanninn Helder Costa frá Wolves í sumar þrátt fyrir óvissuna vegna kórónuveirunnar. Costa hefur verið á láni hjá Leeds. (Football Insider)

David Moyes, stjóri West Ham, vonast til að kórónaveiran verði til þess að félög endurskoði upphæðir sem eru greiddar í laun, í kaup á leikmönnum og til umboðsmanna. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner