fim 23. apríl 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ræktar ávexti og ferjar á milli staða
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag var greint frá því að David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, tók að sér sjálfboðaliðastarf við að keyra ávexti og grænmeti heim til eldri borgara í kórónuveirunni.

Fyrir skömmu greindi Tottenham svo frá því að Jose Mourinho myndi sinna sama hlutverki vikilega. Hann sækir mat á æfingasvæði félagsins og skilar honum af sér á Tottenham Hotspur Stadium sem hefur verið breytt í matardreifingarmiðstöð meðan veiran ríður yfir.

„Við erum með garð á æfingasvæðinu þar sem við ræktum ferskt grænmeti og ávexti fyrir aðalliðið. Þessa dagana förum við með matinn yfir á leikvanginn, þaðan er honum svo dreift til fólks sem þarf á að halda," sagði Mourinho í myndbandi á Twitter.

„Frá og með næstu viku mun ég sinna sjálfboðaliðastarfi við að hjálpa til í garðinum og ferja matinn yfir á leikvanginn."


Athugasemdir
banner
banner
banner