fim 23. apríl 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Neville skilur ekki hvað er í gangi hjá Chelsea
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segist ekki skilja fréttaflutning þess efnis að Chelsea sé að reyna að kaupa Philippe Coutinho frá Barcelona.

Sagt er að Börsungar séu áþjáðir í selja Brasilíumanninn en Neville skilur ekki hvernig Chelsea getur verið að íhuga að eyða allt að 75 milljónum punda í leikmanninn á meðan félagið er að ræða við leikmenn sína um að taka á sig launalækkanir vegna kórónaveirufaraldursins.

„Það er eins og þetta sé sitthvor raunveruleikinn. Fyrirliði Chelsea hefur verið að ræða við félagið um launaskerðingu. Fyrir leikmenn Chelsea að heyra að næst að félagið ætli að kaupa Philippe Coutinho fyrir 75 milljónir punda... hvað er þetta?" segir Neville.

„Ef félag kaupir leikmann á 75 milljónir þá myndi ég sem leikmaður fara fram á að fá borgað fyrst. Það er ekki hægt að segja að ekki sé hægt að borga leikmönnum að fullu og fara svo út á markaðinn. Það er órökrétt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner