fim 23. apríl 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Paolo Maldini: Ég er mesti tapari sögunnar
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, einn af bestu varnarmönnum knattspyrnusögunnar og yfirmaður íþróttamála hjá AC Milan, ræddi við samlanda sinn Christian Vieri á Instagram í dag.

Vieri var með beina útsendingu á samfélagsmiðlinum og spurði hann Maldini hvað hann teldi vera sárasta tap knattspyrnuferilsins.

„Leikurinn sem særði mest? Í raun er ég einhver mesti tapari sögunnar. Ég hef unnið helling en ég hef tapað: 3 úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar, 1 úrslitaleik Ofurbikars Evrópu, 3 úrslitaleikjum Intercontinental Cup, 1 úrslitaleik HM og 1 úrslitaleik EM," svaraði Maldini léttur í lund.

Maldini, sem er 51 árs, lék 902 leiki á ferli sínum hjá AC Milan og 126 með A-landsliði Ítalíu.

Hann vann ítölsku deildina sjö sinnum, bikarinn einu sinni, Ofurbikarinn fimm sinnum, Meistaradeildina fimm sinnum, Ofurbikar Evrópu fjórum sinnum, Intercontinental Cup tvisvar og HM félagsliða einu sinni.

Hann tapaði í úrslitum á HM 1994 og EM 2000 með ítalska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner