Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. apríl 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Werner tilbúinn til að skrifa undir hjá Liverpool
Werner hefur skorað 11 mörk í 29 A-landsleikjum.
Werner hefur skorað 11 mörk í 29 A-landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Chelsea eru meðal félaga sem hafa sýnt Timo Werner, þýskum sóknarmanni RB Leipzig, mikinn áhuga.

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Werner sé reiðubúinn til að skrifa undir samning við Liverpool ef félagið greiðir upp söluákvæðið í samningi hans, sem hljóðar uppá 52 milljónir punda og rennur út 15. júní.

Sky heldur því einnig fram að Liverpool muni ekki leggja fram tilboð í leikmanninn fyrr en eftir að ákvæðið fellur úr gildi.

Liverpool vonast til að borga minna fyrir leikmanninn en það verður að teljast ólíklegt í ljósi áhuga frá öðrum stórliðum á borð við FC Bayern. Nokkuð ljóst er þó að efnahagsáhrif kórónuveirunnar munu spila stórt hlutverk í mögulegum félagaskiptum Werner.

Werner, sem hefur skorað 71 mark í 118 deildarleikjum með Leipzig, er samningsbundinn til 2023. Hann telur leikstíl Liverpool henta sér vel og Klopp vera besta þjálfara heims.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner