Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. apríl 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Southgate talaði mikið en stóð svo ekki við það"
 Maccarone í leik með Middlesbrough gegn Manchester United.
Maccarone í leik með Middlesbrough gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ítalinn Massimo Maccarone sér eftir því að hafa hafnað Giovanni Trapattoni til að halda áfram hjá Middlesbrough og spila undir stjórn Gareth Southgate.

Maccarone var á mála hjá Middlesbrough frá 2002 til 2007. Hann var liðsfélagi Southgate og spilaði svo undir stjórn hans í sex mánuði 2006/07 tímabilið. Hann fór til Siena í heimalandinu í janúar 2007 vegna þess að Southgate stóð ekki við loforð.

Southgate sannfærði Maccarone að vera áfram í Middlesbrough, en eftir það byrjaði ítalski sóknarmaðurinn aðeins einn leik í ensku úrvalsdeildinni.

„Hann var alltaf vingjarnlegur og hógvær sem leikmaður. Sem knattspyrnustjóri þá kunni ég hins vegar ekki við hann," segir Maccarone í samtali við Stats Perform. „Ég og Steve McClaren, forveri hans, náðum ekki saman. Þegar ég lít til baka þá gerði ég líka mistök í samskiptum við hann, en ekki þegar kom að Southgate."

„Hann sannfærði mig um að vera áfram hjá Middlesbrough og sagði við mig að ég myndi spila mikið. En svo gerðist ekkert. Hann talaði mikið, en stóð ekki við það sem hann sagði."

Ítalski reynsluboltinn Trappatoni var að þjálfa Salzburg í Austurríki á þessum tíma og hann vildi fá Maccarone. „Ég sagði nei við Trappatoni fyrir Southgate, en ég hefði átt að hafna Southgate fyrir Trappatoni."

Maccarone er enn að spila fótbolta, fertugur að aldri. Hann er á mála hjá Carrarese í Serie C. Á meðan er Southgate landsliðsþjálfari Englands og hefur hann fengið mikið lof fyrir vinnu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner