fim 23. apríl 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánverjar gætu spilað fyrir luktum dyrum út árið
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar greina frá því að áhorfendur á Spáni munu ekki geta horft á fótboltaleiki í efstu deild út árið vegna kórónuveirunnar.

Sport og AS eru meðal miðla sem greina frá því að ríkisstjórnin sé búin að segja við Javier Tebas, forseta knattspyrnusambandsins, að áhorfendum verði ekki hleypt aftur inn á fótboltaleiki á árinu.

Það þykir ljóst að ekki verður hægt að hafa áhorfendur á fótboltaleikjum þar sem smithættan er gríðarleg. Félög á Spáni, og líklegast víðar um Evrópu, þurfa því að undirbúa sig fyrir mikinn tekjumissi næstu mánuðina.

Spánn er meðal þeirra landa sem hafa komið verst út úr veirunni og hafa rúmlega 22 þúsund manns látist vegna hennar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner