Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 23. apríl 2020 11:22
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að EM kvenna verður í júlí 2022
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna.
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur staðfest að Evrópumót kvenna hefur verið fært um eitt ár og verður leikið á Englandi 6. - 31. júlí 2022.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að með því að færa mótið fái það þá athygli sem það eigi skilið.

„Með því að færa mótið um eitt ár þá tryggjum við að flaggskip okkar í kvennakeppnum verði eina stórmót þess sumars," segir Ceferin.

Mótið átti að fara fram 2021 en því var frestað um ár eftir að EM karla og Ólympíuleikarnir í Tokyo voru færðir til næsta sumars.

Stefnt er á að nota sömu leikvelli á mótinu í Englandi 2022 og hafði verið áætlað 2021. Úrslitaleikurinn verður á Wembley leikvangnum í Lundúnum.

Ísland er í harðri baráttu í undankeppni EM þar sem liðið er í riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi.

Ísland hefur unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa en stefnt er á að leika næstu leiki í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner