Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. apríl 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Suðurstúka Leeds skírð í höfuðið á Norman Hunter
Norman Hunter var kosinn besti leikmaður ársins í enska boltanum tímabilið 1973-74. Það ár vann Leeds tvöfalt á Englandi og tapaði svo úrslitaleik Evrópukeppninnar gegn FC Bayern ári síðar.
Norman Hunter var kosinn besti leikmaður ársins í enska boltanum tímabilið 1973-74. Það ár vann Leeds tvöfalt á Englandi og tapaði svo úrslitaleik Evrópukeppninnar gegn FC Bayern ári síðar.
Mynd: Getty Images
Búið er að skíra suðurstúkuna á Elland Road, heimavelli Leeds United, í höfuðið á goðsögn félagsins Norman Hunter, sem lést af völdum kórónuveirunnar í síðustu viku.

Hunter, sem fæddist 1943, lék í varnarlínu Leeds í fjórtán ár eftir að hafa komið upp í gegnum unglingastarf félagsins. Hann spilaði 726 leiki fyrir félagið og var partur af enska landsliðshópnum sem vann HM 1966, án þess þó að spila leik.

Hunter er þriðja goðsögn félagsins sem fær stúku nefnda eftir sér eftir Don Revie og John Charles. Fyrir utan Elland Road er svo stytta til minningar Billy Bremner.

„Við, sem fjölskylda, erum snortin af þessari ákvörðun félagsins. Við viljum nýta tækifærið til að þakka stuðningsmönnum félagsins og knattspyrnuheiminum almennt fyrir kærleiksríkar samúðarkveðjur á erfiðum tímum," sagði Sue Hunter, ekkja Norman, við fjölmiðla.

Andrea Radrizzani, ítalskur eigandi Leeds, tjáði sig einnig við fjölmiðla.

„Að skíra suðurstúkuna eftir Norman er það minnsta sem við getum gert til að viðurkenna heila lífstíð af þrotlausri vinnu til félagsins - fyrst sem afar árangursríkur leikmaður og síðar sem sendiherra Leeds United. Norman var elskaður og virtur af öllum innan félagsins."

Sjá einnig:
Norman Hunter með veiruna - Lagður inn á spítala
Leeds goðsögnin Norman Hunter látinn af völdum veirunnar

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner