Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. apríl 2020 12:36
Elvar Geir Magnússon
Víkingar hafa fengið æfingaferð sína endurgreidda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær fjallaði Fótbolti.net um það að ferðaskrifstofur skuldi íslenskum félögum háar upphæðir vegna æfingaferða sem ekki voru farnar.

Í kjölfarið vill Víkingur Reykjavík koma því á framfæri að félagið hafi fengið sína æfingaferð endurgreidda frá Úrval Útsýn.

„Knattspyrnudeild Víkings vill koma því á framfæri að Úrval Útsýn hefur endurgreitt að fullu æfingaferð okkar til Spánar sem áætluð var með þeim á vormánuðum. Endurgreiðslan var gerð sl. mánudag 20. apríl," segir Benedikt Sveinsson, verkefnastjóri Víkings.

Mörgum æfingaferðum íslenskra liða var aflýst vegna kórónaveirufaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner