Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. apríl 2021 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allt við þetta var sorglegt"
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var pirraður að fá ekki vítapspyrnu í tapinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Snemma í seinni hálfleiknum fékk Arsenal dæmda vítaspyrnu en hún var svo tekin til baka eftir VAR-skoðun. Í enn eitt skiptið var um að ræða handakrikarangstöðu í ensku úrvalsdeildinni, en hvort það hafi verið um brot að ræða er svo önnur spurning.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu hérna.

Dominic King, fjölmiðlamaður Daily Mail, segir að allt í tengslum við þetta atvik hafi verið sorglegt.

„Guð minn góður, allt við þetta var sorglegt. Dani Ceballos öskraði og kastaði niður eftir að Richarlison rétt svo kom við sköflunginn á honum. Svo rangstaða með millímetrum og teiknuðum línum. Getum við fengið alvöru fótbolta aftur? Takk fyrir," skrifaði King á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner