banner
   fös 23. apríl 2021 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Þetta var jafntefli
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, var hreinskilinn þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn eftir 1-0 sigur á Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Mér fannst þetta vera jafntefli. Arsenal stjórnaði boltanum í fyrri hálfleiknum, við vorum góðir varnarlega en við vorum ekki nægilega góðir á boltanum. Þetta var jafntefli," sagði Ancelotti.

Þetta endaði ekki í jafntefli, þetta var fyrsti sigur Everton gegn Arsenal á útivelli í 25 ár.

„Þetta eru mikilvæg úrslit því við erum enn í Evrópubaráttu. Við þurftum sigur."

„Við áttum skilið sigur gegn Tottenham, gegn Crystal Palace líka. Í dag fengum við stigin sem við töpuðum gegn Tottenham og Palace," sagði sá ítalski.

Everton er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti og er enn með í þeirri baráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner