Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. apríl 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Árnadóttir er tilbúin"
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir er miðvörður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fótboltanum.

Guðný, sem er tvítug að aldri, var lykilmaður í vörn Vals áður en hún samdi við ítalska stórliðið AC Milan undir lok síðasta árs. Guðný var lánuð til Napoli út keppnistímabilið til þess að fá tækifæri til að aðlagast ítalska boltanum áður en hún byrjar að spila fyrir Milan.

Hún hefur spilað stórt hlutverk í liði Napoli og hjálpað liðinu að komast upp úr fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni.

Guðný spilaði á dögunum með Napoli gegn AC Milan. Napoli þurfti þar að sætta sig við 4-0 tap. Þrátt fyrir stórt tap þótti Guðný eiga góðan leik.

Á vefmiðlinum Milan Reports segir að Guðný hafi átt góðan leik og að hún sé tilbúin í baráttuna með Milan á næstu leiktíð. Milan er í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Hún stóð fyrir sínu. Hún var ísköld í vörninni, stórgóð á boltanum og með flottar sendingar. Árnadóttir gæti verið mikilvæg fyrir Milan á næstu leiktíð," segir á vefsíðunni um Guðnýju en yfirheitið er: „Árnadóttir er tilbúin."

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner