banner
   fös 23. apríl 2021 11:11
Elvar Geir Magnússon
Dublin og Bilbao ekki gestgjafaborgir á EM - Sevilla kemur inn
Henri Delaunay bikarinn sem barist verður um. Myndin er tekin í Róm.
Henri Delaunay bikarinn sem barist verður um. Myndin er tekin í Róm.
Mynd: EPA
UEFA hefur ákveðið að Dublin á Írlandi og Bilbao á Spáni missi gestgjafarétt á EM alls staðar sem fram fer í sumar.

Vegna Covid-19 heimsfaraldursins gátu borgirnar ekki ábyrgst það að tekið yrði á móti áhorfendum á leikvöngum þeirra. Því hafa leikirnir sem áttu að vera í borginni verið færðir annað.

München í Þýskalandi hefur heldur ekki getað ábyrgst áhorfendur en borgin virðist þó enn í myndinni hjá UEFA. Stefnt er að því að hleypa inn áhorfendum í München og heilbrigðisyfirvöld í landinu virðast jákvæð.

Heimavöllur Sevilla á Spáni hefur verið tekinn inn og þá hefur leikjum í Pétursborg í Rússlandi og á Wembley leikvangnum í London verið fjölgað.
Athugasemdir
banner
banner