Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. apríl 2021 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábær sigur Silkeborg, lið Óla hellist aftur úr og Häcken vann
Stefán Teitur byrjaði á miðjunni hjá Silkeborg.
Stefán Teitur byrjaði á miðjunni hjá Silkeborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Vaxjö.
Andrea Mist Pálsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Vaxjö.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslendingalið Silkeborg vann frábæran sigur gegn Viborg í dönsku 1. deildinni í kvöld.

Viborg hafði ekki tapað einum einasta leik fyrir leikinn í kvöld en fyrsta tapið kom í kvöld gegn Silkeborg. Patrik Sigurður Gunnarsson var í marki Silkeborg og hélt hreinu, og Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni.

Silkeborg er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Viborg. Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg eru að hellast úr lestinni.

Esbjerg tapaði í kvöld fyrir Helsingor á útivelli, 1-0. Andri Rúnar Bjarnason var allan tímann á bekknum hjá Esbjerg en Kjartan Henry Finnbogason var ekki í hóp vegna meiðsla.

Esbjerg er núna sjö stigum frá Silkeborg sem er í öðru sæti. Tvö efstu liðin fara upp í dönsku úrvalsdeildina.

Elías spilaði allan leikinn í Hollandi
Í hollensku B-deildinni spilaði sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson allan leikinn fyrir Excelsior í góðum sigri gegn Breda á útivelli, 1-2.

Excelsior var 1-0 undir í hálfleik en tókst að snúa leiknum sér í vil snemma í seinni hálfleiknum. Lokatölur voru 1-2 og er Excelsior í níunda sæti. Liðið á ekki lengur að komast í umspil um sæti í úrvalsdeild.

Elías er sá þriðji markahæsti í deildinni með 19 mörk en hann var stórkostlegur fyrir áramót.



Íslendingaslagur í Svíþjóð
Það var Íslendingaslagur í Svíþjóð þegar Häcken tók á móti Vaxjö í úrvalsdeild kvenna.

Diljá Ýr Zomers byrjaði á bekknum og kom ekkert við sögu hjá Häcken. Andrea Mist Pálsdóttir byrjaði einnig á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir Vaxjö á 84. mínútu.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri Häcken sem eru ríkjandi meistarar. Häcken er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Vaxjö er með eitt stig eftir jafntefli við AIK í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner