Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. apríl 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frappart fyrsta konan til að dæma á EM karla
Frappart er grjóthörð.
Frappart er grjóthörð.
Mynd: Getty Images
Franski dómarinn Stephanie Frappart heldur áfram að brjóta blöð í fótboltasögunni.

Hún verður í sumar fyrsta konan til að dæma á Evrópumóti karla. Hún verður ekki sjálf á flautunni en hún mun koma að dómgæslu á mótinu annað hvort sem fjórði dómari eða varadómari.

Á síðustu tveimur árum varð Frappart fyrsta konan til að dæma í Meistaradeild karla og í úrvalsdeild karla í Frakklandi. Hún dæmdi þá leik Hollands og Lettlands í undankeppni HM karla í mars. Hún var fyrsta konan til að gera það.

Hin 37 ára gamla Frappart hefur hlotið mikið lof fyrir sín störf með flautuna. Árið 2019 fékk hún mikið hrós eftir að hún dæmdi leik Liverpool og Chelsea í Ofurbikar Evrópu.

„Ég sagði við dómarateymið eftir leikinn að ef við hefðum staðið okkur eins og þau, þá hefðum við unnið leikinn 6-0. Þetta er algjörlega mín skoðun. Frammistaða þeirra var mögnuð," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir þann leik.

Frappart er gríðarlega hæfur dómari og hefur sannað það margoft.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner