Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. apríl 2021 13:35
Elvar Geir Magnússon
Guardiola leggur til að árið verði lengt í 400 daga
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er allt annað en sáttur við það leikjaálag sem lagt er á fremstu fótboltamenn heims. Stjóri Manchester City gagnrýnir áætlanir UEFA um breytingu á fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar.

Frá og með 2024 verða tíu leikir á fyrsta stigi keppninnar í stað sex leikja í riðlakeppni eins og er núna. Þá er umspil fyrir 16-liða úrslitin svo lið gætu þurft að leika sex leikjum meira.

„Það er alltaf sama sagan," segir Guardiola. „Allir í fótboltanum kalla eftir meiri gæðum en UEFA bætir alltaf í magnið."

„Við ráðum ekki svo það þarf kannski að biðja UEFA og FIFA um að lengja árið. Kannski yrði það lausn að hafa 400 daga á árinu! Ég hreinlega veit það ekki."

Aðrir bikarar sem eru mikilvægari
Manchester City mætir Tottenham á laugardaginn í úrslitaleik enska deildabikarsins. City getur þar unnið keppnina fjórða árið í röð.

„Það er stutt í Meistaradeildina og úrvalsdeildin er ekki búin. Það eru mikilvægari keppnir og við höfum augu á þeim. Tottenham er að reyna að tryggja sér Evrópusæti og þeir þurfa titil. Þeir munu veita mikla mótspyrnu. En allir vilja vinna úrslitaleiki, við erum engin undantekning," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner