Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. apríl 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamsik má fara frítt frá Gautaborg í sumar
Marek Hamsik.
Marek Hamsik.
Mynd: Gautaborg
Það vakti mikla athygli þegar Marek Hamsik skrifaði undir samning við sænska félagið Gautaborg í mars.

Hamsik er 33 ára gamall miðjumaður en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Napoli frá 2007 til 2019. Hamsik er landsliðsmaður Slóvakíu og skoraði 100 mörk í 408 deildarleikjum fyrir Napoli.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Gautaborg í vikunni í 2-0 sigri á AIK þar sem Kolbeinn Sigþórsson gerði bæði mörkin fyrir Gautaborg.

Hamsik er með samning við Gautaborg til 30. ágúst en það kemur fram í sænskum fjölmiðlum í dag að hann megi fara frítt frá félaginu í sumar - áður en samningurinn rennur út - ef eitthvað annað kemur upp. Hann getur því farið annað ef hann vill það.

Hamsik mun í sumar taka þátt á EM með Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner