Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 23. apríl 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Atli Sigurjónsson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Batshuayi sagði nei
Batshuayi sagði nei
Mynd: Getty Images
Orri Sig
Orri Sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl, Beitir og Bjöggi Stef á eyðieyju
Ægir Jarl, Beitir og Bjöggi Stef á eyðieyju
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn og Rúnar Kristins
Arnór Sveinn og Rúnar Kristins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson
Kristinn Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli er Þórsari sem gekk fyrst í raðir KR fyrir tímabilið 2012. Hann var Í KR í þrjú tímabil áður en Breiðablik fékk hann yfir í grænt. Hjá Blikum var hann í tvö tímabil en KR fékk hann til baka fyrir tímabilið 2017. Seinni hluta tímabilsins lék Atli með uppeldisfélaginu en hefur síðan haldið sig í svörtu og hvítu.

Atli lék á sínum tíma fimm unglingalandsleiki og á að baki 255 meistaraflokksleiki í deild, bikar, meistarakeppni KSÍ og Evrópu. Í þeim leikjum hefur Atli skorað 26 mörk. Í dag sýnir Atli á sér hina hliðina í annað sinn.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Atli Sig (2011)

Fullt nafn: Atli Sigurjónsson

Gælunafn: Siggó, AS, Atlas, Siggó mode

Aldur: 29

Hjúskaparstaða: Semi giftur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég hreinlega man það ekki. Og nenni ekki að athuga hverju ég svaraði síðast. En það var með Þór þegar ég kom upp í 2.flokk.

Uppáhalds drykkur: Ananas þykkni í vatn

Uppáhalds matsölustaður: Flatey

Hvernig bíl áttu: Land Rover Discovery Sport

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Æði

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens og Aron Kristinn Jónasson, geiturnar tvær.

Uppáhalds hlaðvarp: Hæ Hæ

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjálmar Örn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég vel bara eitthvað random þegar röðin kemur að mér. Kannski siðlaust en ég stend og fell með þessu. Fell yfirleitt því það er oftar sem ég vel illa.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Eitthvað frá póstinum eða DHL eða bankanum. Alveg of ómerkilegt til að ég tjékki.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Nani

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það hentar mínum aðstæðum best í dag að segja Rúnar. Og hann á það alveg skilið. Bjarni Guðjóns er líka einn besti fótboltaheili sem Ísland á. Mun samt aldrei svara þessari spurningu án þess að nefna líka Palla Gísla.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn

Sætasti sigurinn: Að vinna deildina 2019 var rosalega sætt

Mestu vonbrigðin: Að hjálpa Þór ekki upp um deild 2017. Og að hafa ekki komið inná á móti Celtic 2014 til að geta sagst hafa spilað gegn Van Dijk.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Orri Sigurjóns

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Nökkvi Hlynsson & Amanda Andradóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Óskar Örn

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Gígja Valgerður Harðardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Guddy

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Friðgeir

Uppáhalds staður á Íslandi: Melabúðin og Þorpið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var reyndar eftir leik en Rúnar Alex bað Batshuayi um treyjuskipti eftir Standard Liege - KR og Batshuayi sagði bara no.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta og NFL. Handbolta þegar Læðan er að spila.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vapornum

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku en ég er geggjaður í dönsku í dag.

Vandræðalegasta augnablik: Klukkan er orðin svo margt mér dettur ekkert í hug.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gauja Carra, Bjögga Stef og Ægi Jarl til að hafa gaman. Arnór Svein, Beiti Ólafs og Kidda Jóns til að lifa af.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er orðinn pabbi sem er frekar sturlað. Setur öll fótbolta afrek og vonbrigði í annað samhengi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ægir Jarl, ég hélt að hann væri lágvaxnari.

Hverju laugstu síðast: Að þér þegar ég sagðist klára þetta fyrir mánudaginn.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Kevin O’Leary hverju ég ætti að fjárfesta í. Ef ég fengi aðra spurningu myndi ég spyrja OJ hvort hann gerði það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner