Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 23. apríl 2021 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Snævar velur draumaliðið sitt - „Borgar í raun með sér"
Lið Harðar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Harðar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Klár í slaginn í Rússlandi
Klár í slaginn í Rússlandi
Mynd: Úr einkasafni
Fyrir gos Eyjamaðurinn Hörður Snævar Jónsson er ritstjóri 433.is. Hann er búinn að velja draumaliðið sitt í Draumaliðsleik Eyjabita.

Opnunarleikur mótsins er eftir viku og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Hörður stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferð mótsins.

„Halli fær traustið í markinu, agaður fótbolti Stjörnunnar og Halli í toppformi," segir Höddi.

Varnarlínan: „Tveir bestu bakverðir deildarinnar völdu sig í raun sjálfir, Kiddi Jóns og Hendricx eru ekki bara öflugir varnarmenn heldur með betri sóknarmönnunum í sínu liði. Verða með ansi margar stoðsendingar í sumar. Leifur Andri, Hr. HK er svo leiðtogi sem hvert lið þarf. Þar að auki er hann á algjöru grín verði, borgar í raun með sér."

Miðjan: „Sigurður Egill Lárusson hefur enn eitt undirbúningstímabilið lagt mikið á sig, æfir meira en aðrir og það mun skila sínu á vellinum. Ef Víkingur ætlar að geta eitthvað í sumar þarf Pablo Punyed að draga vagninn, ég held að Arnar Gunnlaugs nái því besta fram úr honum. Jason Daði hefur verið ótrúlegur á undirbúningstímabilinu, ódýr og gæti skilað sínu. Ég var komin í peninga vandræði þegar ég bætti við fjórða miðjumanninum og Stefán Árni fékk traustið, vonandi valdi ég rétt þar."

Sóknarlínan: „Þarna fór ég í það sem virkar danskir dagar í sóknarlínunni. Þarf svo sem ekkert að útskýra það neitt frekar, Thomas og Patrick verða alltaf í baráttu um Gullskóinn góða. Sævar Atli er svo með þeim, besti leikmaður Leiknis og mögulega eini leikmaður Leiknis sem er í Pepsi Max gæðaflokki. Ansi mikil ábyrgð á ungum manni."

„Bekkurinn er svo samansafn af mönnum sem munu ekkert spila í sumar en eru góðir móralskir. Þar má helst nefna Tómas Guðmundsson úr Víking, íslenski John Stones verður fljótur að henda í móralskann ef illa fer," segir Höddi. Lið hans þetta árið heitir Ofurdeildin.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Valgeir Valgeirs velur draumaliðið sitt
Oliver Stefáns velur draumaliðið sitt
Stefán Teitur velur draumaliðið sitt
Bjarni Mark velur draumaliðið sitt
Valgeir Lunddal velur draumaliðið sitt
Ísak Bergmann velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner