Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. apríl 2021 13:13
Elvar Geir Magnússon
Klopp og Solskjær fagna því að Ofurdeildin hafi orðið að engu
Klopp og Solskjær.
Klopp og Solskjær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í dag hafa verið fréttamannafundir hjá stjórum ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leiki helgarinnar.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, lýstu báðir yfir ánægju með það að áætlanirnar um Ofurdeildina hafi verið slegnar niður svona fljótt.

Klopp var spurður að því hvort hann og leikmenn hefðu fengið afsökunarbeiðni frá eigandanum John W Henry eða stjórninni?

„Í opinberu afsökunarbeiðninni þá var minnst á mig og einnig liðið. Það nægir mér persónulega. Það er mjög jákvætt að Ofurdeildin er komin af borðinu en breytingarnar á Meistaradeildinni eru ekki frábærar. UEFA sýndi mér hugmyndirnar og ég sagði að ég væri ekki hrifinn. Tíu leikir í stað sex, ég hef ekki hugmynd um hvar á að koma þeim fyrir," segir Klopp.

„Það er aldrei talað við þjálfarana, leikmenn eða stuðningsmenn. Við erum ekkert spurðir. Það er bara alltaf bætt við fleiri og fleiri leikjum. En það jákvæðasta er að Ofurdeildin varð ekki að raunveruleika."

Solskjær tók í sama streng og segir hugmyndina um Ofurdeild vera slæma.

„Ég er ánægður með að stuðningsmenn hafa látið skoðun sína í ljós og að á þá hafi verið hlusta. Þetta hefur þjappað fótboltapíramídanum saman. Ég er sjálfur stuðnngsmaður. Það kemur að þeim degi að ég mæti á leiki Man Utd sem stuðningsmaður. Öll lið vilja vera í Evrópukeppnum en þau þurfa að vinna fyrir því. Þú þarft að vera með óttann við að mistakast. Þetta var slæm hugmynd," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner