Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 23. apríl 2021 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp pirraður með nýju Meistaradeildina
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fagnar því að Ofurdeildin hafi orðið að engu en hann er samt sem áður ekki ánægður með nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar.

Nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu var samþykkt í vikunni en það mun taka gildi 2024 og vera til 2033 að minnsta kosti. Nýja fyrirkomulag Meistaradeildarinnar er umdeilt, þátttökuliðum er fjölgað úr 32 í 36 og er riðlakeppnin lögð niður. Hvert lið leikur tíu leikir gegn tíu mismunandi mótherjum.

Liðin raða sér þannig á sérstaka stöðutöflu þar sem efstu átta liðin tryggja sér sæti í útsláttarkeppni. Næstu sextán lið fara í umspil um hin lausu átta sætin.

Það sem er hvað umdeildast við nýja fyrirkomulagið er að tvö af fjórum nýju sætunum í keppninni verður úthlutað miðað við fyrri árangur í keppninni gegnum sérstakan styrkleikalista UEFA. Þar með gæti lið komist í Meistaradeildina þrátt fyrir að enda neðar í deildinni í heimalandinu en eitthvað annað lið sem ekki fær þátttökurétt.

Með nýja fyrirkomulaginu verða fleiri leikir hjá liðunum sem komast í keppnina, fleiri stórleikir og meiri peningar.

„Þú getur ekki bara kynnt fleiri leiki og fleiri keppnir. Ofurdeildin er farin af borðinu. Það er frábært. En nýja Meistaradeildin er ekki frábær. Ég sagði við UEFA að ég væri ekki hrifinn af hugmyndinni. Það eru tíu leikir í staðinn fyrir sex," sagði Klopp á blaðamannafundi.

„Ég veit ekki hvar þau ætla að koma leikjunum fyrir. Kannski verður einni bikarkeppninni á Englandi slaufað eða liðum fækkað í 18. Eitthvað þannig. Ég er ekki viss um að enska úrvalsdeildin og deildirnar fyrir neðan taki vel í það."

„Fólkið sem er ekki spurt eru þjálfararnir, leikmennirnir og stuðningsmennirnir... þú getur ekki haft 20 lið í deildinni, tvær bikarkeppnir og tíu Evrópuleiki fyrir áramót. Við erum ekki spurð," sagði Klopp.

Klopp segir að þetta sé snúist allt um peninga og sé í raun og veru „brandari".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner