Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. apríl 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Konate á leið til Liverpool
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: Getty Images
Ibrahima Konate, miðvörður RB Leipzig í Þýskalandi, er að ganga í raðir enska stórliðsins Liverpool.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir frá þessu á Twitter í kvöld. Það er maður sem er hægt að treysta á þegar kemur að fréttum í félagskiptabransanum.

Konate er búinn að ná samkomulagi við Liverpool og mun gera fimm ára samning við félagið.

Romano segir jafnframt að Liverpool muni greiða 35 milljón evra riftunaverð í samningi hans á næstu dögum.

Það var talað um það fyrr í þessum mánuði að Liverpool væri hætt við Konate en það er ekki rétt.

Konate er 21 árs gamall og hefur verið á mála hjá Leipzig frá 2017. Hann spilaði með U21 landsliði Frakka í riðlakeppni Evrópumótsins í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner