Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard íhugaði að taka sér pásu frá fótbolta
Lingard hefur verið magnaður með West Ham.
Lingard hefur verið magnaður með West Ham.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, leikmaður West Ham, segist hafa íhugað að taka sér pásu frá í útgöngubanninu sem hefur verið í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins.

Lingard hefur verið eins og nýr leikmaður frá því hann kom til West Ham í janúar á láni frá Manchester United. Hann hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu mánuði eftir að hafa ekki fengið mörg tækifæri hjá Man Utd.

Lingard er þekktur fyrir það að vera hress og kátur karakter, en undanfarna mánuði hefur hann gengið í gegnum erfiðleika utan vallar. Hann hefur verið að glíma við andleg veikindi, móðir hans hefur verið að glíma við þunglyndi og það hafa verið fleiri veikindi í fjölskyldunni.

„Ég hefði auðveldlega getað hætt í útgöngubanninu (e. lockdown). Ekki hætt alveg, bara tekið mér pásu. Ég fór inn í leiki ánægður að sitja á bekknum og það er ekki ég," sagði Lingard í samtali við Presenting.

„Hugurinn var ekki á fótboltanum, ég var ekki einbeittur. Ég var að hugsa um aðra hluti og ef þú talar ekki um það, þá verðurðu stressaður og getur ekki spilað fótbolta."

„Það komu dagar þar sem við áttum leiki klukkan átta. Við fórum á hótel og ég svaf frá tvö til fjögur. Ég setti gardínurnar niður og vaknaði í myrkri. Læknar ráðlögðu mér að hoppa úr rúminu um leið og ég vaknaði til að draga upp gardínurnar. Litlu hlutirnir geta hjálpað mjög mikið."

„Ég opnaði mig fyrir United og lét vita hvað væri í gangi hjá mér, hvað mamma væri að ganga í gegnum. Þau hjá United eru alltaf til í að hjálpa. Ég hef líka verið með lækna sem hafa hjálpað mér mjög mikið."

„Ég hef horft mikið á gamla leiki, frá HM 2018 og fleiri gamla leiki. Ég horfi á þá og hugsa: 'Þetta er Jesse Lingard'."

Það er möguleiki á því að Lingard verði í enska landsliðshópnum á EM í sumar í ljósi þess hvernig hann hefur verið að spila með West Ham.
Athugasemdir
banner
banner