fös 23. apríl 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Fyrrum fyrirliði varaliðs Man Utd í tíu ár á Íslandi
Lengjudeildin
Hewson í leik með Fylki síðasta sumar.
Hewson í leik með Fylki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Þróttur Reykjavík hafni í næst neðsta sæti deildarinnar í sumar.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gaf sitt álit á Þrótturum.

Hann telur að Sam Hewson sé þeirra helsti lykilmaður.

„Sam Hewson hefur spilað á Íslandi síðan 2011 og er öllum hnútum kunnugur. Hann er feykilega sterkur á boltann, fylginn sér og leggur sig allan fram fyrir þau lið sem hann hefur spilað fyrir. Sam á að stjórna miðjuspilinu hjá Þrótturum og er góður í því. Því miður var Sam mikið meiddur í fyrra eftir fínt tímabil þar á undan með Fylki," segir Úlfur og bætir við:

„Sam var tekinn inn sem spilandi aðstoðarþjálfari en Þróttara vegna þá er mikilvægt að liðsfélagar hans fái að njóta krafta hans innan vallar þetta árið enda feykilega sterkur leikmaður í 1. deild ef hann helst heill."

Sam er uppalinn hjá Manchester United og var fyrirliði varaliðsins þar um tíma. Svo kom hann til Íslands 2011 og settist hér að. Hann hefur spilað með Fram, FH, Grindavík, Fylki og núna Þrótti. Hann hefur verið í tíu ár hér á landi.

Þróttarar höfnuðu í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner