Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. apríl 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Völsungur með öflugan útisigur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tindastóll 0 - 2 Völsungur
0-1 Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ('59)
0-2 Santiago Feuillassier Abalo ('83)

Völsungur hafði betur gegn Tindastóli í öðrum leik ársins í Mjólkurbikar karla.

Eftir markalausan fyrri hálfleik tóku Húsvíkingar forystuna á Sauðárkróki þegar Aðalsteinn Jóhann Friðriksson skoraði eftir rétt tæplega klukkutíma leik.

Argentíski-Spánverjinn Santiago Feuillassier Abalo bætti við öðru marki fyrir Völsung á 83. mínútu og innsiglaði sigurinn.

Það var fyrr í dag greint frá því að Völsungi er spáð neðsta sæti 2. deildar en Tindastóll spilar í 3. deild í sumar.

Völsungur mun annað hvort spila við Kormák/Hvöt eða Hamrana í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner