Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 23. apríl 2021 09:02
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo dreymir um að snúa aftur til Man Utd
Ronaldo var hjá Manchester United 2003-2009.
Ronaldo var hjá Manchester United 2003-2009.
Mynd: Getty Images
La Gazzetta dello Sport segir að Cristiano Ronaldo eigi draum um að spila aftur fyrir Manchester United.

Samningur Portúgalans við Juventus er til 2022 en sagt er að hann sé tilbúinn að taka á sig launalækkun til að klæðast treyju United á ný.

Juventus er í erfiðri fjárhagsstöðu, sem er helsta ástæða þess að félagið tók þátt í að reyna að stofan sérstaka Ofurdeild.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur sagt að hann væri til í að sjá Ronaldo snúa aftur en Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur útilokað það að hann snúi aftur til spænska félagsins.

Tólf ár eru síðan Ronaldo yfirgaf United en hann er nú 36 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner