fös 23. apríl 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Breiðablik vera „svona Tottenham-lið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Jónasson, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, telur að það muni ekkert gerast hjá Breiðablik í ár.

Breiðablik er spáð góðu gengi í sumar og hafa Blikarnir litið vel út á undirbúningstímabilinu.

Það var rætt um Breiðablik og Stjörnuna í hlaðvarpsþættinum Dr Football í dag en Lúðvík hefur ekki mikla trú á að Breiðablik taki Íslandsmeistaratitilinn í sumar.

„Það mun ekkert gerast í ár, ég get sagt ykkur það strax," sagði Lúðvík og hélt áfram: „Þetta er svona Tottenham-lið. Fínir fyrri part móts og svo gugna þeir. Þeir hafa ekki það sem til þarf."

„Þetta eru bara kjúklingar," sagði Lúðvík jafnframt en Hjörvar Hafliðason og Kristján Óli Sigurðsson sögðu Blika þá vera með besta liðið.

„Þið höfðingjarnir sem haldið með grænu Framsóknarmönnunum! Ég held að það muni reyna á þjálfarann mikið í sumar. Hann klikkaði í fyrra. Þeir byrjuðu vel, hann vill spila sitt kerfi en er með lítið plan B. Hann þarf að koma öðruvísi á móti betri liðunum í deildinni, að geta legið til baka. Ég tel þá ekki eiga möguleika á dollunni."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner