Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. apríl 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það kemur okkur ekkert á óvart lengur"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það kemur okkur ekkert á óvart lengur. Við áttum ekki gott tímabil í fyrra og leikirnir í vetur hafa verið fáir og æði misjafnir. Ætli slakt gengi í fyrra sé ekki aðal ástæðan fyrir þessari spá," segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, við Fótbolta.net. Völsungum er spáð neðsta sæti 2. deild í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 12. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni?

„Deildin verður sterk eins og í fyrra enda liðin að bæta hressilega við sig. Þessi deild hefur verið að styrkjast talsvert mikið síðustu ár og ætli það haldi ekki bara áfram."

Hver eru markmið Völsungs í sumar?
Völsungur endaði í 10. sæti í fyrra.

„Markmiðin hljóta að vera að gera betur en í fyrra. En við setjum stefnuna að sjálfsögðu enn hærra en það. Það breytist aldrei hér. Við ætlum okkur alltaf að vera að keppa í toppnum frekar en á botninum."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Það er svona að koma mynd á þetta en við erum ekki enn fullmannaðir fyrir tímabilið."

Er spennandi að mæta Magna í nágrannaslag í sumar?

„Það er alltaf gaman að mæta Magna og ég hugsa að það verði engin breyting á því í sumar. Magni er með gott lið og menn þar ætla sér væntanlega að gera atlögu að því að fara beint upp aftur. Það verða hörkuleikir við þá eins og venjulega," sagði Jói.
Athugasemdir
banner
banner
banner