banner
   fös 23. apríl 2021 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð skipt af velli í hálfleik í slæmu tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augsburg 2 - 3 Koln
0-1 Ondrej Duda ('8 )
0-2 Florian Kainz ('23 )
0-3 Ondrej Duda ('33 )
1-3 Robert Gumny ('54 )
2-3 Ruben Vargas ('62 )

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem byrjaði skelfilega gegn Köln í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Köln tók forystuna á áttundu mínútu leiksins og var komið í 3-0 þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum.

Staðan var 3-0 fyrir gestina í hálfleik og var Alfreð tekinn af velli í hálfleik. Tveir leikmenn Augsburg fóru af velli rétt áður en fyrri hálfleikur kláraðist.

Augsburg náði aðeins að rétta úr stöðunni í seinni hálfleik. Þeir minnkuðu muninn á 54. mínútu og enn frekar átta mínútum síðar. Þeir komust hins vegar ekki lengra en það.

Lokatölur 3-2 og óvæntur sigur Köln staðreynd. Köln er komið upp fyrir Hertha í 16. sæti deildarinnar Liðið sem endar í 16. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Hertha Berlín er á leið beint niður með Schalke eins og staðan er núna. Augsburg er í 12. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner