Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. apríl 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungir Íslendingar skoruðu á Ítalíu
Mikael Egill Ellertsson.
Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: SPAL
Tveir ungir Íslendingar voru á skotskónum á Ítalíu í dag. Þeir reyndust hetjur sinna liða.

Mikael Egill Ellertsson skoraði sigurmark U19 liðs Spal í 1-0 sigri á Ascoli á útivelli.

Spal er í fimmta sæti í sinni deild en fyrir ofan eru risastór félög; Juventus, Inter, Roma og Sampdoria.

Mikael Egill er efnilegur miðjumaður sem kom fyrst í U17 lið SPAL frá Fram í ágúst árið 2018. Mikael er fæddur árið 2002 og er lykilmaður í U19 liði Spal.

Jakob Franz Pálsson, Þórsari sem er fæddur árið 2003, skoraði fyrir U19 lið Venezia í 1-0 sigri á Pordenone. Hann var hetjan fyrir sitt lið, rétt eins og Mikael Egill.
Athugasemdir
banner