Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. apríl 2021 08:56
Elvar Geir Magnússon
Zlatan væri til í að vera hjá AC Milan til eilífðar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic gerði nýjan samning við AC Milan í gær en hann verður hjá félaginu þegar hann heldur upp á 40 ára afmæli sitt.

„Ég er mjög ánægður. Ég hef beðið eftir þessum degi og mun vera annað ár hjá AC Milan. Það er mér mjög mikilvægt," segir sænski sóknarmaðurinn.

„Ég hef alltaf sagt að mér líður eins og Mílanó sé heimili mitt. Ég er svo ánægður og elska hvernig félaginu lætur mér líða. Mér þykir vænt um fólkið sem starfar hér, hina leikmennina og þjálfarana. Ég sakna þess að hafa stuðningsmennina á vellinum."

„Ég væri tilbúinn að vera hérna til lífstíðar ef það væri hægt. Það hefur verið frábært að vinna með Stefano Pioli (þjálfara Milan) og hann er með rétt hugarfar. Á hverjum degi vinnur hann að því að bæta liðið og fá það besta út úr okkur," segir Zlatan.
Athugasemdir
banner
banner
banner