Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. maí 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Advocaat tók míkrafóninn úr sambandi í lokaleiknum
Mynd: EPA
Dick Advocaat, aðalþjálfari Feyenoord, hætti í starfi sínu eftir leiktíðina, hann tók við liðinu árið 2019. Hann hefur verið knattspyrnustjóri í fjörutíu ár og m.a. þjálfað AZ, PSV, Sunderland og Fenerbahce.

Þá hefur hann þjálfað mörg landslið. Hollandi hefur hann stýrt á þremur mismunandi tímablinu og einnig hefur hann stýrt liði Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Suður-Kóreu, Belgíu, Rússlandi og Serbíu.

Lokaleikur Advocaat var í dag gegn Utrecht í umspili hvort liðið færi í Conference League í haust. Feyenoord vann 2-0 sigur og fer í keppnina.

Snemma leiks, á 9. mínútu, tók Advocaat upp á því að aftengja míkrafón sem staðsettur er við varmannabekkina í Hollandi. Advocaat, sem er 73 ára gamall, vildi ekki að það heyrðist í sér í sjónvarpinu.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner