Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. maí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bandaríkin: Arnór lagði upp tvö fyrir Revolution - Gunnhildur í sigurliði
Frábær sending í fyrsta markinu
Arnór Ingvi með tvær stoðsendingar.
Arnór Ingvi með tvær stoðsendingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði New England Revolution þegar liðið vann 3-1 sigur gegn New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni.

Arnór Ingvi lagði upp tvö mörk í leknum á þeim 60 mínútum sem hann lék. Red Bulls komust í 0-1 á 7. mínútu en heimamenn í Revolution jöfnuðu á 36. mínútu og komust yfir á annarri mínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik.

Arnór lagði upp fyrra markið fyrir Gustavo Bou og það seinna fyrir Tajon Buchanan. Arnór fór af velli í stöðunni 2-1 en heimamenn komust í 3-1 á 82. mínútu og þar við sat.

Fyrri stoðsending Arnórs var frábær stungusending og seinni stoðsendingin var sending úti á vinstri kantinum, Buchanan var í kjölfarið með frábært einstaklingsframtak og skoraði. Revolution er með fjórtán stig efti sjö leiki, í efsta sæti austurdeildarinnar.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City og lék fyrstu 86 mínúturnar þegar NYC lá á heimavelli gegn Columbus Crew. Leikar enduðu 1-2 fyrir Crew. NYC er í 3. sæti sem stendur með átta stig eftir sex leiki spilað í austurdeildinni.

Í NWSL vann Orlando Pride 1-2 sigur á North Carolina. Gunnhildyr Yrsa lék allan leikinn í liði Orlando. Alex Morgan og Sydney Leroux skoruðu mörkin. Orlando er með fjögur stig eftir tvo leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner