Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 23. maí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche býst við að Tarkowski verði áfram
Mynd: Getty Images
Samningur James Tarkowski við Burnley rennur út eftir næsta tímaibl. Einhverjar sögusagnir hafa verið um að miðvörðurinn gæti yfirgefið félagið í sumar.

Síðasta sumar neitaði Burnley tilboðum í Tarkowski og í vetur greindi hann frá því að hann myndi ekki framlengja samninginn sinn.

„Hann er leikmaður Burnley í dag og við höfum rætt við hann og umboðsmanninn," segir Sean Dyche, stjóri Burnley.

„Svona hlutir eru einkamál, eða öllu heldur ættu að vera það. Hann veit hvað ég vil að hann geri, hann veit að ég vil halda honum. Ef ég fæ að ráða verður hann hérna áfram," sagði Dyche.

„Ef einhver vill skrifa ávísun með svimandi hárri tölu þá gætum við þurft að skoða málið. Hann er gæða leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner