Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 23. maí 2021 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Ótrúleg dramatík - Það hrundi allt hjá Leicester
Bale fagnar.
Bale fagnar.
Mynd: EPA
Liverpool er komið í Meistaradeildina.
Liverpool er komið í Meistaradeildina.
Mynd: EPA
Chelsea tapaði fyrir Aston Villa en fer samt í Meistaradeildina.
Chelsea tapaði fyrir Aston Villa en fer samt í Meistaradeildina.
Mynd: EPA
Magnaður fyrir Newcastle að undanförnu. Verður Joe Willock keyptur í sumar?
Magnaður fyrir Newcastle að undanförnu. Verður Joe Willock keyptur í sumar?
Mynd: EPA
Anthony Elanga skoraði fyrir Man Utd. Ungur Svíi.
Anthony Elanga skoraði fyrir Man Utd. Ungur Svíi.
Mynd: EPA
Gylfi klúðraði víti í 5-0 tapi gegn Man City.
Gylfi klúðraði víti í 5-0 tapi gegn Man City.
Mynd: EPA
Eins og búast mátti við, þá var mikil dramatík í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Aðalmálið í þessari lokaumferð var baráttan um Evrópusæti. Liverpool hefur verið á miklu skriði að undanförnu og þeim tókst að landa sigri gegn Crystal Palace eftir brösuga byrjun. Sadio Mane skoraði bæði mörkin í lokaleik Roy Hodgson sem knattspyrnustjóra.

Liverpool, sem varð Englandsmeistari á síðasta tímabili, verður í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eftir erfitt tímabil. Leicester verður hins vegar ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Annað tímabilið í röð klúðrar Leicester því að komast í Meistaradeildina á lokametrunum. Það hvernig liðið klúðraði þessu í ár var miklu dramatískara en í fyrra.

Leicester fékk tvær vítaspyrnur gegn Tottenham og var 2-1 yfir þegar stundarfjórðungur var eftir. Svo jafnaði Spurs með sjálfsmarki Kasper Schmeichel og stuttu eftir það kom Gareth Bale Tottenham yfir. „NÚ ER ALLT AÐ HRYNJA HJÁ LEICESTER! Gareth Bale skorar! Leicester vildi fá hendi í aðdragandanum en ekkert dæmt!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Bale bætti við öðru marki undir lokin og lokatölur 2-4 fyrir Tottenham.

Leicester var á leið í Meistaradeildina með Liverpool, Manchester United og Manchester City á 75. mínútu þar sem Chelsea var að tapa fyrir Aston Villa. Það breyttist hins vegar á örfáum mínútum og Chelsea endar í fjórða sæti þrátt fyrir tap gegn Villa.

Önnur úrslit
Það var ótrúleg dramatík í þessu. Leicester endar í fimmta sæti og fer í Evrópudeildina með West Ham sem endar í sjötta sæti. Frábært tímabil að baki hjá West Ham sem vann 3-0 sigur á Southampton í lokaumferðinni.

Sigurinn gegn Leicester gerir það að verkum að Tottenham fer í Evrópukeppni á kostnað nágranna sinna í Arsenal. Tottenham endar með stigi meira en Arsenal. Tottenham mun taka þátt í nýju Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð en Arsenal fer ekki í neina Evrópukeppni þrátt fyrir 2-0 sigur á Brighton. Hörmulegt tímabil að baki hjá Arsenal. Það þarf ekkert að skafa af því.

Newcastle, eftir að hafa verið í fallbaráttu lengst af, endaði tímabilið mjög vel með Joe Willock fremstan í flokki. Willock, sem er lánsmaður frá Arsenal, skoraði í sjöunda deildarleiknum í röð í dag þegar Newcastle vann 2-0 sigur á Fulham.

Tvö efstu liðin, Manchester City og Manchester United, enduðu mótið á sigri þrátt fyrir að hafa að engu að keppa. Man City burstaði Everton þar sem Gylfi Þór Sigurðsson klúðraði víti og Man Utd lagði Úlfana að velli í síðasta leik Nuno sem þjálfara Wolves.

Leeds endar í níunda sæti eftir 3-1 sigur á West Brom og Sheffield United vann Burnley 1-0 þar sem Jóhann Berg Guðmundsson spilaði 89 mínútur fyrir Burnley.

Arsenal 2 - 0 Brighton
1-0 Nicolas Pepe ('49 )
2-0 Nicolas Pepe ('60 )

Aston Villa 2 - 1 Chelsea
1-0 Bertrand Traore ('43 )
2-0 Anwar El Ghazi ('52 , víti)
2-1 Ben Chilwell ('70 )

Fulham 0 - 2 Newcastle
0-1 Joseph Willock ('23 )
0-2 Fabian Schar ('88 , víti)

Leeds 3 - 1 West Brom
1-0 Rodrigo Moreno ('17 )
2-0 Kalvin Phillips ('42 )
3-0 Patrick Bamford ('79 , víti)
3-1 Hal Robson-Kanu ('90 )

Leicester City 2 - 4 Tottenham
1-0 Jamie Vardy ('18 , víti)
1-1 Harry Kane ('41 )
2-1 Jamie Vardy ('52 , víti)
2-2 Kasper Schmeichel ('76 , sjálfsmark)
2-3 Gareth Bale ('87 )
2-4 Gareth Bale ('90 )

Liverpool 2 - 0 Crystal Palace
1-0 Sadio Mane ('36 )
2-0 Sadio Mane ('74 )

Manchester City 5 - 0 Everton
1-0 Kevin de Bruyne ('11 )
2-0 Gabriel Jesus ('14 )
2-0 Gylfi Sigurdsson ('37 , Misnotað víti)
3-0 Phil Foden ('53 )
4-0 Sergio Aguero ('71 )
5-0 Sergio Aguero ('76 )

Sheffield Utd 1 - 0 Burnley
1-0 David McGoldrick ('24 )

West Ham 3 - 0 Southampton
1-0 Pablo Fornals ('30 )
2-0 Pablo Fornals ('33 )
3-0 Declan Rice ('86 )

Wolves 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Anthony Elanga ('13 )
1-1 Nelson Semedo ('39 )
1-2 Juan Mata ('45 , víti)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Brentford 34 9 8 17 49 58 -9 35
15 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 34 6 7 21 46 72 -26 25
19 Burnley 34 5 8 21 35 69 -34 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 86 -55 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner