banner
   sun 23. maí 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn og aftur: Martröð Sunderland
Sunderland er á leið í sitt fjórða tímabil í röð í ensku C-deildinni.
Sunderland er á leið í sitt fjórða tímabil í röð í ensku C-deildinni.
Mynd: Getty Images
Það virðast vera einhvers konar álög á Sunderland. Enn einu sinni upplifðu stuðningsmenn félagsins martröð við það að fylgjast með liðinu.

Fótboltaaðdáendur hafa fengið að skyggnast inn í hugarheim stuðningsmanna Sunderland með heimildarþáttaröðinni „Sunderland 'Til I Die" á streymisveitunni Netflix.

Í fyrstu þáttaröðinni var fylgst með því þegar Sunderland féll úr ensku Championship-deildinni, einu tímabili eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni. Á síðasta ári var svo sýnt frá því þegar félaginu mistókst að komast upp. Liðið komst í umspilið en tapaði á Wembley.

Á síðustu leiktíð endaði Sunderland í áttunda sæti en á þessari leiktíð tapaði liðið í undanúrslitum umspilsins.

Eftir því sem Fótbolti.net kemst næst er ekki verið að taka upp þriðju þáttaröðina af „Sunderland 'Til I Die". Hún kemur vonandi einhvern tímann. Það hefði verið einstaklega dramatískt að fylgjast með tímabilinu sem var að klárast á Netflix.

Það myndaðist mikil jákvæðni þegar Lee Johnson tók við liðinu og nýr eigandi kom inn, hinn 23 ára gamli Kyril Louis-Dreyfus. Hann hefur komið með miklar breytingar og jákvæða strauma.

Það er hins vegar ekki mikil jákvæðni í stuðningsmönnum eftir gærdaginn. Þann 1. apríl var Sunderland með það í höndum sér að komast upp en það fór allt úrskeiðis eftir það. Sunderland er á leið inn í sitt fjórða tímabil í ensku C-deildinni... hvað gerist næst í þessari sögu?
Athugasemdir
banner
banner
banner