Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 23. maí 2021 06:00
Victor Pálsson
Fernandes vill spila með Zielinski á ný
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes myndi elska það að fá að spila með Piotr Zielinski aftur á ferlinum en þeir voru eitt sinn saman hjá Udinese.

Fernandes hefur tekið gríðarlega miklum framförum síðan þá og leikur með Manchester United í dag eftir dvöl hjá Sporting.

Þeir félagar hættu að spila saman áriö 2016 en Zielinski er í dag miðjumaður stórliðs Napoli.

Pólverjinn er oft orðaður við hin ýmis stórlið og hefur Man Utd verið orðað við leikmanninn í gegnum tíðina.

„Tæknilega þá get ég sagt að Zielinski sé með betri þjálfun en ég," sagði Fernandes við Canal+.

„Samkeppnin var góð okkar á milli, ég held að hann hafi verið feiminn eins og ég. Hann var mjög ungur rétt eins og ég á þessum tíma."

„Við komum frá mismunandi löndum, mismunandi menningu og þetta var bara öðruvísi upplifun fyrir okkur báða. Samband mitt og Piotr er mjög gott."

„Hann er frábær náungi sem mér líkar við. Hann er einn af þeim sem ég hitti á Ítalíu og tala við reglulega. Ég talaði við hann fyrir nokkrum mánuðum og sagðist vilja spila með honum aftur."

„Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér en hann er toppleikmaður að mínu mati."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner