Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. maí 2021 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Lille er meistari - Peningar ekki allt
Burak Yilmaz, 35 ára, er búinn að vera frábær á tímabilinu með Lille.
Burak Yilmaz, 35 ára, er búinn að vera frábær á tímabilinu með Lille.
Mynd: EPA
Neymar og félagar þurfa að sætta sig við annað sæti.
Neymar og félagar þurfa að sætta sig við annað sæti.
Mynd: Getty Images
Lille er deildarmeistari í Frakklandi í fyrsta sinn í tíu ár og í fjórða sinn í sögu félagsins.

Lille hefur gert frábærlega á þessu tímabili og þeir þurftu á sigri að halda gegn Angers á útivelli í kvöld til að tryggja sér sigur í deildinni.

Neymar brenndi af víti snemma leiks en það kom ekki að sök þegar Paris Saint-Germain vann 0-2 sigur á Brest. PSG komst yfir með sjálfsmarki í fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu og Kylian Mbappe innsiglaði sigurinn.

Þessi úrslit þýddu það að Lille varð að vinna Angers. Renato Sanches er enn ungur en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár með Bayern München og Swansea. Hann hefur átt endurkomuár í Frakklandi og hann lagði upp mark fyrir hinn efnilega Jonathan David á tíundu mínútu.



Tyrkinn Burak Yilmaz bætti svo við marki undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu en hann skoraði 16 mörk á þessu tímabili í frönsku deildinni.

Angers minnkaði muninn í uppbótartíma leiksins en þeir komust ekki lengra og lokatölur 1-2; Lille er franskur meistari. PSG endar í öðru sæti og Mónakó í þriðja sæti.

Þetta er magnaður árangur hjá Lille í ljósi þess hve miklum peningi PSG hefur eytt í sitt lið, í samanburði við önnur lið í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner