Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. maí 2021 19:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þá urðum við meistarar
Mynd: EPA
Pep Guardiola er búinn að vinna þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu fjórum árum sem stjóri Manchester City.

Guardiola er einn besti knattspyrnustjóri sögunnar, á því liggur enginn vafi.

Það var ljóst fyrir löngu síðan að Manchester City yrði Englandsmeistari. Liðið komst á mikið skrið í lok nóvember og eftir það var ekki horft til baka.

City lyfti bikarnum í dag með stuðningsmenn á vellinum. „Þetta er allt öðruvísi þegar fólkið er ekki hérna. Við erum svo heppin að hafa fólk á vellinum þegar við lyftum bikarnum," sagði Guardiola eftir 5-0 sigur á Everton á lokadegi deildarinnar.

„Allir titlar eru góðir. Þessi er öðruvísi út af heimsfaraldrinum og öllum vandamálunum. Þessi er extra sérstakur."

„Frá desember þangað til í mars, þá held ég að við höfum unnið alla leiki í öllum keppnum. Þá urðum við meistarar."

Tímabilið er ekki alveg búið hjá Man City, þeir eiga úrslitaleik Meistaradeildarinnar - gegn Chelsea - eftir.

Sjá einnig:
Sjáðu þegar bikarinn fór á loft - Hinsti dans Aguero á Etihad
Athugasemdir
banner
banner