Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 23. maí 2021 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi klikkaði á vítapunktinum
Gylfi klikkaði á vítapunktinum.
Gylfi klikkaði á vítapunktinum.
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City eru með 2-0 forystu gegn Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikur Everton hefur hrunið að undanförnu og það er ekki útlit fyrir það að liðið sé á leið í Evrópukeppni.

Kevin de Bruyne og Gabriel Jesus komu Man City í 2-0 en núna fyrir stuttu fékk Everton tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum. Gylfi Þór Sigurðsson fór auðvitað á punktinn en Ederson, Brasilíumaðurinn í marki City, sá við honum.

Hægt er að sjá vítaspyrnuna frá Gylfa hér að neðan.

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram í heild sinni í dag en hægt er að fylgjast með gangi mála í beinni lýsingu hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner