Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 23. maí 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hiti í toppslagnum - „Það var allt tjúllað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mönnum var heitt í hamsi á hliðarlínunni þegar KA og Víkingur áttust við í toppslag í Pepsi Max-deildinni í síðustu viku.

Leikurinn endaði með 1-0 sigri Víkinga eftir dramatík undir lokin. Nánar er hægt að lesa um leikinn hérna.

Það var rætt um það í útvarpsþættinum í gær að það hefði skapast mikill hiti á hliðarlínunni.

„Það var hiti í þessu... Ég var að horfa á þetta á Stöð.is og myndavélin er bara ofan í boðvangnum. Það var allt tjúllað," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Arnar Grétarsson (þjálfari KA) var að reyna að stýra Ella á Kiss FM á flautinni. Hann komst ekki inn í hausinn á honum strax. Svo voru liðsstjórinn og Chucky (Hajrudin Cardaklija) hjá Víkingi alltaf að nuddast í honum. Það var búið að mynda brjálað spennustig, en svo var Addi kominn inn í hausinn á Ella."

„Addi var bara að dæma leikinn úr boðvangnum hjá KA. Þá var æskuvini mínum, Einari Guðnasyni, nóg boðið og hann fór í fjórða dómarann líka. Þá kom Sævar Pétursson (framkvæmdastjóri KA) og öskraði: 'Viljiði ekki bara láta Einar fá helvítis talstöðina, hann er hvort sem er að dæma þetta'... svo las Arnar Grétarsson, Einari pistilinn eftir leik. Það eru væntanlega allir sáttir í dag, það vara bara alvöru hiti í toppslag."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner