Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 23. maí 2021 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingur í topp fimm í heiminum í Fantasy
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðablik, er í 21. sæti í heiminum.
Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðablik, er í 21. sæti í heiminum.
Mynd: Breiðablik
Íslendingurinn Heiðmar Eyjólfsson virðist enda í fimmta sæti í heiminum í Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar.

Það er gríðarlega vel að sér vikið í ljósi þess að yfir 7 milljónir manns taka þátt í leiknum.

Ensku úrvalsdeildinni lauk í dag og svo virðist sem það sé búið að telja stigin í leiknum og uppfæra töfluna. Í Fantasy leiknum velur fólk draumalið með leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn fá stig fyrir atriði eins og að skora mörk og halda hreinu.

Heiðmar er ekki eini Íslendingurinn sem hefur gert það gott á þessu tímabili í Fantasy. Davíð Örn Atlason, leikmaður Breiðablik, er í 21. sæti í heiminum. Það er spurning hvort að Íslendingar séu einfaldlega bestir í leiknum miðað við höfðatölu.

Heiðmar mætti í hlaðvarpsþáttinn Fantabrögð hér á Fótbolta.net í síðustu viku. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Fantabrögð - Hitað upp fyrir lokaumferðina með Hemson
Athugasemdir
banner
banner
banner