Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. maí 2021 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Íslendingalið Venezia með annan fótinn í Serie A
Bjarki Steinn kom inn á sem varamaður á 83. mínútu.
Bjarki Steinn kom inn á sem varamaður á 83. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Venezia er komið í kjörstöðu í úrslitaeinvígi sínu við Cittadella um að komast upp í ítölsku úrvalsdeildina, Serie A.

Það var leikið á heimavelli Cittadella í kvöld þar sem Venezia tókst að knýja fram 0-1 sigur.

Þetta var hörkuleikur þar sem Cittadella var aðeins meira með boltann, en liðin áttu svipað margar marktilraunir. Frábær sigur fyrir Venezia sem leikur heimaleik sinn í þessu einvígi á fimmtudag.

Bjarki Steinn Bjarkason byrjaði á bekknum hjá Venezia en kom inn af bekknum þegar 83 mínútur voru liðnar af leiknum. Óttar Magnús Karlsson var ekki í hóp hjá Venezia í kvöld en Jakob Franz Pálsson er einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner