Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. maí 2021 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo geymdur á bekknum - Juventus í Meistaradeildina
Ronaldo sat allan tímann á bekknum í kvöld.
Ronaldo sat allan tímann á bekknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Andri Fannar spilaði síðustu tíu mínúturnar.
Andri Fannar spilaði síðustu tíu mínúturnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juventus þurfti ekki á Cristiano Ronaldo að halda til að koma sér í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð.

Ítalska úrvalsdeildin kláraðist í kvöld og eins á Englandi, þá var aðalmálið Meistaradeildin og hvaða lið kæmust þar inn.

Juventus var einu stigi frá Meistaradeildarsætinu fyrir kvöldið. Þeir mættu Íslendingaliði Bologna á útivelli og það kom á óvart að Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum. Hann byrjaði ekki bara á bekknum, því hann var þar allan tímann. Ronaldo er ekki meiddur, Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, vildi ekki gefa mikið upp um ástæðuna; hann sagði bara að þetta væri „tæknileg ákvörðun". Hvað sem það þýðir.

Juventus þurfti ekki á Ronaldo að halda í kvöld því þeir unnu sannfærandi sigur án hans, 1-4. Andri Fannar Baldursson byrjaði á bekknum hjá Bologna en kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Juventus hafnar í fjórða sæti og kemst í Meistaradeildina á tæpasta vaði. AC Milan, Atalanta og Inter fara einnig í Meistaradeildina en Napoli fer í Evrópudeildina eftir jafntefli við Hellas Verona á heimavelli í kvöld, 1-1. Napoli endaði einu stigi á eftir Juventus.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins, í síðustu leikjum tímabilsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Torino 1 - 1 Benevento
1-0 Kasper Bremer ('29 )
1-1 Andres Tello ('72 )

Bologna 1 - 4 Juventus
0-1 Federico Chiesa ('6 )
0-2 Alvaro Morata ('29 )
0-3 Adrien Rabiot ('45 )
0-4 Alvaro Morata ('47 )
1-4 Riccardo Orsolini ('85 )

Sassuolo 2 - 0 Lazio
1-0 Georgios Kyriakopoulos ('10 )
2-0 Domenico Berardi ('78 , víti)
Rautt spjald: Georgios Kyriakopoulos, Sassuolo ('61)

Atalanta 0 - 1 Milan
0-1 Franck Kessie ('43 , víti)

Spezia 2 - 2 Roma
1-0 Daniele Verde ('6 )
2-0 Tommaso Pobega ('38 )
2-1 Stephan El Shaarawy ('52 )

Napoli 1 - 1 Verona
1-0 Amir Rrahmani ('60 )
1-1 Davide Faraoni ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner