Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. maí 2021 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane tvöfaldur kóngur - Var hann að spila kveðjuleikinn?
Harry Kane, bæði marka- og stoðsendingakóngur.
Harry Kane, bæði marka- og stoðsendingakóngur.
Mynd: EPA
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, er markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar 2020/21.

Kane átti stórkostlegt tímabil þar sem hann skoraði 23 mörk í deildinni - flest af öllum. Hann átti einnig flestar stoðsendingar í deildinni, 14 talsins.

Hann var langbesti leikmaður Tottenham á tímabilinu en það er spurning hvað gerist í sumar.

Kane er búinn að óska eftir því að fá að fara frá Spurs í sumar. Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa öll sett sig í samband við umboðsmenn Kane og látið vita af áhuga á leikmanninum.

Kane er magnaður markaskorari og hann vill berjast um stærstu titlana áður en skórnir fara upp á hillu.

Tottenham endaði í sjöunda sæti á þessu tímabili og spilar í Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner